Forsíða

Laugardalsleikar 2017

Laugardalsleikar 2017

Í dag voru hinir árlegu Laugardalsleikar haldnir í Laugardalshöllinni. Þar fengu allir nemendur að spreyta sig á hinum fjölbreyttustu íþróttagreinum og keppt var á móti Langholtsskóla og Vogaskóla.Í kvöld verður svo ball hér í Laugalækjarskóla frá kl. 19:30 til 22:00. Félagsmiðstöðvarnar sjá um ballið en allir skólarnir verða líka með öfluga viðveru á staðnum. MC Gauti og DJ Sverrir sjá um fjörið. 

Laugardalsleikar 2017

Lesa >>


Hvað er framundan í febrúar?

Hvað er framundan í febrúar?

Nokkrir óhefðbundnir dagar eru framundan hjá okkur í skólanum í febrúar. 

Föstudagurinn 17. febrúar er möppudagur.
Þá mæta nemendur í skólann í tvískiptum hópum til umsjónarkennara og þurfa að hafa meðferðis þær möppur sem þeir nota daglega í öllum fögum ásamt skriffærum. 

Mánudaginn 20. febrúar og þriðjudaginn 21. febrúar verður vetrarleyfi

Miðvikudaginn 22. febrúar er undirbúningsdagur. Nemendur mæta ekki í skólann.

Mánudaginn 27. febrúar eru foreldraviðtöl þar sem nemendur mæta ásamt foreldrum til viðtals hjá umsjónarkennara. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar verða einnig til viðtals þennan dag, ýmist í stofum sínum, í upplýsingaveri eða í vinnuherbergjum - nánari upplýsingar verða á staðnum.

Pöntun viðtalstíma fer fram á Mentor.is og verður opnað fyrir bókun á morgun, föstudaginn 10. febrúar. 

Leiðbeiningar um pöntun viðtalstíma má finna hér.

Lesa >>


Heimsókn á Dalbraut

Heimsókn á Dalbraut

Nemendur í 8. bekk Laugalækjarskóla heimsóttu íbúa á Dalbraut í dag og kenndu þeim nýta sér iPada.  Viðfangsefnin voru fjölbreytileg: myndataka, ritun, hvernig fara eigi inn á youtube og svo framvegis. Mikill áhugi var á að taka þátt í þessu verkefni bæði meðal íbúa og nemenda. Stefnt er á að gera þetta að föstum lið í vetur. Að þessu sinni voru það  Andrea, Emil, Rakel, Máni og Freyja sem tóku þetta skemmtilega verkefni að sér.

Hægt er að skoða myndir af heimsókninni hér

Lesa >>


Forvarnafræðsla fyrir foreldra

Í þessari viku kom Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi og heimsótti nemendur í 10. bekkjum. Hann flutti erindi og bauð upp á umræður. Þetta hefur hann gert undanfarin 16 ár en á þeim tíma hefur hann þróað erindi sitt jafnt og þétt í samræmi við nýjar rannsóknir og breytt hegðunarmynstur unglinga.
Í kvöld (miðvikudaginn 25. janúar) kl. 20 verður því Magnús með sérstakt erindi fyrir foreldra. Þar fer hann yfir það sem hann ræddi við börnin en er einnig með gagnlega fræðslu fyrir foreldrana.
Við hvetjum ykkur því eindregið til að mæta til Magnúsar hér á sal skólans kl. 20 í kvöld og lofum ykkur áhugaverðri kvöldstund.

Lesa >>


Samstarfsverkefni

IMG 0851

Í síðustu viku voru tvær stúlkur úr 9. bekk, þær Alexandra og Nikolina í enskutímum hjá 7. bekk. Um er að ræða samstarfverkefni á milli kennara skólans. Eftir áramót eiga 7. og 8. bekkingar von á nemendum úr 10. bekk sem lesa munu smásögur sínar um einelti og erfið samskipti.

Alexandra og Nikolina lásu söguna The Doctor´s last visit fyrir nemendur í 7. bekk sem unnu verkefni í tengslum við söguna. Einnig lásu þær kafla úr í Action Textbook. Þeim var mjög vel tekið og í lokin ræddu þær um bekkjaskiptin í 8. bekk og dvöl 7. bekkinga á Skólabúðunum á Reykjum. Heimsóknin tókst með afbrigðum vel, nemendur spurðu margra spurninga um fyrirhuguð bekkjarskipti og Reyki sem þær svörðu öllum samviskusamlega og gáfu jafnframt góð ráð. Færum við þeim bestu þakkir fyrir!

 

Lesa >>