Forsíða

Verðlaunahafar lestrarátaksins árið 2017

Verðlaunahafar lestrarátaksins árið 2017

Lestrarátak 7. bekkjar hefur staðið yfir síðan í nóvember og því lauk í dag. Þeir sem hafa komið að átakinu eru sammála um að þátttaka nemenda hafi verið með eindæmum góð og 16 nemendur lásu meira en 1000 blaðsíður á tímabilinu. Einnig var mjög ánægjulegt hvað nemendur voru duglegir að nýta sér bjargir á borð við hljóðbækur enda má njóta bóka á fleiri en einn hátt. Það voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í árganginum og fengu nemendurnir inneignarkort í bókaverslun Eymundsson að launum. Nemendur gæddu sér á súkkulaðiköku í hádeginu á meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.
Í 7.bekk las Snorri Esekíel Jóhannesson í 7.A 4772 blaðsíður og fékk hann fyrstu verðlaun. Sigríður Bára Min Karlsdóttir í 7.A og Lára Katrín Alexandersdóttir í 7.A voru í öðru og þriðja sæti en þær lásu báðar vel yfir 3000 blaðsíður.

Lesa >>


Jólaleikarnir 2016

Jólaleikarnir 2016

Jólaleikameistarar 2016

Á föstudag og mánudag var hefðbundinni stundaskrá slaufað og blásið var til jólaleika Laugalækjarskóla.  Jólaleikarnir voru haldnir í fyrsta skipti í fyrra og eru að verða að árvissri hefð rétt fyrir jólin.

Lesa >>


Jóladagskráin 2016

christmas banner 1

Þá er lokavika skólaársins runnin upp. Hefðbundinni stundatöflu hefur verið fylgt fram að þessu þó að einstaka kennslustundir hafi innihaldið dagskrá í léttari kantinum. Á föstudag (16. desember) og mánudag (19. desember) munum við endurtaka vinsæla dagskrá frá því í fyrra og halda Jólaleika. 

Á jólaleikunum er nemendum skólans skipt í um 11 manna hópa sem fara saman um skólann eftir föstu skipulagi. Þau leysa ýmsar þrautir og verkefni og fá stig fyrir. Þeir hópar sem standa sig best í verkefnum og sýna bestu liðsheild fá verðlaun. Samsetning hópanna verður auglýst síðar í vikunni en árgöngum verður blandað í hópana. 

Dagskráin þessa vikuna verður því eins og hér segir: 

Mánudagurinn 12. des.    Hefðbundinn skóladagur
Þriðjudagurinn 13. des.    Hefðbundinn skóladagur
Miðvikudagurinn 14. des.    Hefðbundinn skóladagur
Fimmtudagurinn 15. des.    Hefðbundinn skóladagur
Föstudagurinn 16. des.    Jólaleikar 2016   kl. 8:30 - 13:00
Mánudagurinn 19. des   Jólaleikar 2016   kl. 8:30 - 13:00 Jólaball 7. b.       kl.18:00 - 19:30 Jólaball 8.-10.b   kl. 20:00 - 23:00
Þriðjudagurinn 20. des   Stofujól 7.-10.b  kl. 10:00

Skólastarf hefst aftur miðvikudaginn 4. janúar kl. 8:30 samkvæmt stundaskrá. agreenerchristmastree

 

Lesa >>Jólameistarar Reykjavíkurskóla

Jólameistarar Reykjavíkurskóla

Á myndinni eru f.v. Daníel Ernir, Alexander Oliver, Jón Þór, Aron Þór og Daði Ómarsson þjálfari. Á myndina vantar Jason Andra.

Skáksveit Laugalækjarskóla sigraði hið árlega Jólamót TR og SFS á dögunum og varði þar titil sinn frá fyrra ári. Að þessu sinni voru yfirburðirnir miklir og þeir félagar unnu alla mótherja sína með fullu húsi vinninga.  Framfarir kappanna eru orðnar vel kunnar í skáksamfélaginu á Íslandi. Síðar í vetur munu þeir freista þess að verða Íslandsmeistarar grunnskólasveita í skák. Þar verður samkeppnin harðari en nú, og í boði er keppnisréttur á norðurlandamóti grunnskólasveita haustið 2017.

Lesa >>